11. maí 2016
Útskrift Stóriðjuskóla Fjarðaáls
Þann 6. maí síðastliðinn útskrifuðust 24 starfsmenn frá Stóriðjuskóla Fjarðaáls. Að skólanum standa Alcoa Fjarðaál, Austurbrú og Verkmenntaskóli Austurlands. Er þetta í þriðja sinn sem nemendur útskrifast úr grunnnáminu, en skólinn hóf göngu sína haustið 2011.
Útskriftarathöfnin fór fram í mötuneyti fyrirtækisins, að loknum kynningum á lokaverkefnum nemenda.
Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, afhendir Guðbergi Má Skúlasyni prófskírteinið.
Í grunnnáminu hafa nemendur meðal annars fengist við eðlis- og efnafræði, fræðst um umhverfis-, öryggis- og heilsumál og öðlast dýpri þekkingu á starfsemi alls fyrirtækisins. Endapunkturinn var svo vinna við lokaverkefni sem voru af fjölbreyttum toga. Höfðu þau öll umbætur að leiðarljósi og er óhætt að segja að verkefnin hafi borið starfsfólki Fjarðaáls frábært vitni.
Nám við Stóriðjuskóla Fjarðaáls er hægt að fá metið til eininga á framhaldsskólastigi. Verkmenntaskóli Austurlands hefur samþykkt að meta grunnnámið til allt að 18 eininga og framhaldsnámið til allt að 20 eininga. Samtals er því hægt að fá metnar 38 einingar hjá VA.
Alls hafa 70 starfsmenn lokið fyrri hluta Stóriðjuskóla Fjarðaáls og af þeim eru allir nema einn enn starfandi hjá fyrirtækinu. Í desember mun þriðji framhaldshópurinn útskrifast, en þá hafa rúmlega 50 starfsmenn lokið þeim áfanga, bæði iðnaðarmenn og framleiðslustarfsmenn. Öllum þeim sem ljúka þriggja anna grunnnámi stendur til boða að halda áfram í framhaldsnámið, en framvegis verður það þrjár annir í stað fjögurra.
Útskriftarhópurinn.
Standandi frá vinstri:
Tómas Sigurðsson, Hulda Garðarsdóttir, Brynjar Ingvason, Guðbergur Már Skúlason, Ragnar Jóhannesson, Ægir Guðjón Þórarinsson, Sigurður Valdimar Olgeirsson, Björgvin Jónsson, Magnús Guðmundsson, Marcin Pawel Kapuscik, Slawomir Pawel Peta, Piotr Klimaszewski, Algis Rinkevicius, Piotr Sikora, Hörður Kristjánsson og Sigurður Eiríkur Styrkársson.
Sitjandi frá vinstri: Óli Jakob Björnsson, Sigurgeir Hrafnkelsson, Heiðar Snæbjörnsson, Sigmundur Egilsson, Heimir Logi Guðbjörnsson og Stefán Þór Sigurðsson.
Á myndina vantar: Sigurð Jón Ragnarsson og Ragnar Þorkel Hannesson.