24. nóvember 2016

Framleiðslusérfræðingur óskast í steypuskála Fjarðaáls

Við leitum að öflugum liðsmanni í tækniteymi steypuskála Alcoa Fjarðaáls. Framleiðslusérfræðingur ber ábyrgð á rekstri framleiðslutækja og styður daglega stjórnun á viðkomandi framleiðslusvæði. Steypuskáli Fjarðaáls er meðal þeirra fullkomnustu í heiminum.

Ábyrgð og verkefni

  • Bera ábyrgð á rekstri framleiðslutækja
  • Styðja daglega stjórnun á framleiðsluvæði
  • Leiða umbætur á framleiðslusvæðinu
  • Fylgja eftir framleiðsluáætlunum
  • Hafa umsjón með greiningu framleiðslugagna
  • Veita upplýsingar um stöðu verkefna
  • Sinna öryggis- og gæðamálum

 

Menntun og hæfni

  • Reynsla af stjórnun og framleiðslu er æskileg 
  • Hagnýt tæknimenntun er kostur
  • Starfið kallar á frumkvæði og hæfni til að skipuleggja vinnu
  • Viðkomandi verður að geta miðlað þekkingu og virkjað aðra
  • Framleiðslusérfræðingur þarf að vera jákvæður og drífandi

 

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar um starfið veita Garðar Garðarsson, leiðtogi tækniteymis steypuskála, gardar.gardarsson (hjá) alcoa.com  og Geir Sigurpáll Hlöðversson, framkvæmdastjóri steypuskála, geir.hlodversson (hjá) alcoa.com.

Skriflegri umsókn skal skilað á ráðningarvef Fjarðaáls og er umsóknarfrestur til og með mánudeginum 5. desember.