20. desember 2016

Frátekin vistorkustæði fyrir umhverfisvæna bíla

Alcoa Fjarðaál leggur mikla áherslu á umhverfismál og stuðlar að aukinni meðvitund starfsmanna um þennan málaflokk með ýmiss konar fræðslu og þjálfun. Fyrirtækið hefur sérstaklega hvatt starfsmenn til þess að velja sér bíla sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið. Sem viðleitni í þá átt hafa nú verið tekin frá sex stæði fyrir vistvæna bíla á bílastæðinu við aðalinngang Alcoa Fjarðaáls. Í þessi „grænu“ stæði má aðeins leggja bílum sem geta gengið fyrir innlendum orkugjöfum svo sem rafmagni, vetni og metani. Vistorkustæðin hafa verið merkt til bráðabirgða með límmiðum, en fljótlega verða sett upp skilti og með vorinu verða stæðin máluð græn.

Starfsmönnum og gestum er bent á að vistorkustæðin eru fyrst (nyrst) í röðinni sem er næst þjónustubyggingu Fjarðaáls. Við stæðin eru hleðslustöðvar þar sem hægt er að hlaða rafmagnsbíla án endurgjalds.

Picture1
Vistorkustæðin eru merkt með límmiðum en verða máluð græn í vor.

 

Picture2
Við stæðin eru hleðslustöðvar þar sem hægt er að hlaða rafmagnsbíla án endurgjalds.